Ótímabært að lýsa yfir goslokum

Á fimmtudag leit út fyrir að barmar gígsins sem kvikan …
Á fimmtudag leit út fyrir að barmar gígsins sem kvikan hafði hlaðið gætu brátt sveipað skapara sinn hulu að nýju. Ekki er víst hvenær hann mun aftur gína við okkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands segir það ótímabært að lýsa yfir lokum eldgossins, sem upp kom við Litla-Hrút mánudaginn 10. júlí. „Það er ekkert gos í gangi. Það er bara spurning hvort það taki sig upp aftur,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Sigríður segir að svo virðist sem gosið sé að lognast út af, en ekki sé enn óhætt að segja að virknin taki sig upp að nýju. Líklegt sé að gosið sé að líða að lokum en sérfræðingar vilji ganga algerlega úr skugga um það áður en þeir gefi út yfirlýsingar um goslok.

Gefa gosinu séns

„Við viljum gefa því smá séns til að fullvissa okkur um að þessu sé lokið,“ segir Sigríður. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að órói á skjálftamælistöðinni við Hraunsels-Vatnsfell hafi haldið áfram að dvína í dag og að um klukkan 15 hafi hann náð svipuðum styrkleika og fyrir gosóróan vera komin aftur niður fyrir sömu mörk og hann var fyrir gos.  

Bent er á að lítil sem engin virkni hafi verið í gígnum í dag, en í nótt og í morgun hafi sést glitta í glóandi bráð í gígnum.

„Hafa ber í huga að of snemmt er að segja að gosinu sé lokið. Enn getur verið hætta nærri gossvæðinu. Afmörkun hættusvæðisins sem Veðurstofan gefur út verður enn í gildi og breytinga á því ekki að vænta fyrr en hættumat verður endurskoðað í næstu viku,“ segir í tilkynningunni.

Sjá beint frá gosstöðvunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert