Andlát: Kristján Þorvaldsson

Kristján Þorvaldsson.
Kristján Þorvaldsson.

Kristján Þor­valds­son blaðamaður er lát­inn, 61 árs að aldri. Hann varð bráðkvadd­ur við heim­ili sitt í Dan­mörku í gær, sunnu­dag­inn 6. ág­úst.

Kristján var fædd­ur á Fá­skrúðsfirði 4. maí 1962, son­ur þeirra Odd­nýj­ar A. Jóns­dótt­ur og Þor­vald­ar Jóns­son­ar póst­meist­ara og umboðsmanns Eim­skips og Rík­is­skipa. Kristján flutt­ist ung­ur til Reykja­vík­ur og braut­skráðist með stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um við Sund.

Um hríð las Kristján lög­fræði við Há­skóla Íslands, en hvarf fljótt frá því og gerðist blaðamaður. Hann hóf fer­il­inn á Alþýðublaðinu og starfaði þar í nokk­ur ár. Starfaði svo um skeið á Morg­un­blaðinu og var rit­stjóri Press­unn­ar um hríð sem og seinna Mann­lífs. Þá var Kristján í nokk­ur ár út­varps­maður á Rás 2 og hafði þar meðal ann­ars um­sjón með um­sjón með morg­un- og síðdeg­isút­varpi og Þjóðarsál­inni.

Frá 1996 var Kristján, við ann­an mann, rit­stjóri Séð og heyrt og gegndi því starfi í um ára­tug. Eft­ir það sinnti Kristján ýms­um til­fallandi störf­um.

Með Helgu Jónu Óðins­dótt­ur átti Kristján son­inn Þor­vald Davíð leik­ara, f. 1983. Eig­in­kona hans er Hrafnt­inna Vikt­oría Karls­dótt­ir og eiga þau þrjú börn. Dótt­ir Kristjáns og Árdís­ar Sig­urðardótt­ur er Anna Sig­ríður, f. 2006.

Eft­ir­lif­andi sam­býl­is­kona Kristjáns er Odd­ný Vest­mann og áttu þau heim­ili sitt síðustu árin Søl­lested á Lálandi í Dan­mörku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert