Andlát: Kristján Þorvaldsson

Kristján Þorvaldsson.
Kristján Þorvaldsson.

Kristján Þorvaldsson blaðamaður er látinn, 61 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur við heimili sitt í Danmörku í gær, sunnudaginn 6. ágúst.

Kristján var fæddur á Fáskrúðsfirði 4. maí 1962, sonur þeirra Oddnýjar A. Jónsdóttur og Þorvaldar Jónssonar póstmeistara og umboðsmanns Eimskips og Ríkisskipa. Kristján fluttist ungur til Reykjavíkur og brautskráðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund.

Um hríð las Kristján lögfræði við Háskóla Íslands, en hvarf fljótt frá því og gerðist blaðamaður. Hann hóf ferilinn á Alþýðublaðinu og starfaði þar í nokkur ár. Starfaði svo um skeið á Morgunblaðinu og var ritstjóri Pressunnar um hríð sem og seinna Mannlífs. Þá var Kristján í nokkur ár útvarpsmaður á Rás 2 og hafði þar meðal annars umsjón með umsjón með morgun- og síðdegisútvarpi og Þjóðarsálinni.

Frá 1996 var Kristján, við annan mann, ritstjóri Séð og heyrt og gegndi því starfi í um áratug. Eftir það sinnti Kristján ýmsum tilfallandi störfum.

Með Helgu Jónu Óðinsdóttur átti Kristján soninn Þorvald Davíð leikara, f. 1983. Eiginkona hans er Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir og eiga þau þrjú börn. Dóttir Kristjáns og Árdísar Sigurðardóttur er Anna Sigríður, f. 2006.

Eftirlifandi sambýliskona Kristjáns er Oddný Vestmann og áttu þau heimili sitt síðustu árin Søllested á Lálandi í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert