Erlend brotastarfsemi í ferðaþjónustu

„Það eru bílstjórar sem eru að aka farþegum, og þá …
„Það eru bílstjórar sem eru að aka farþegum, og þá helst ferðamönnum, án tilskilinna réttinda,“ segir Jóhannes Þór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kínverskur ríkisborgari var um helgina stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði, þar sem hann ók með farþega í hópferðabifreið. Í ljós kom að bílstjórinn var án gildra ökuréttinda, ekki með atvinnuréttindi hér á landi, notaði ekki ökurita og loks var bifreiðin enn á nagladekkjum.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að dæmi um slík brot séu vel þekkt.

„Hingað til lands eru fluttir bílar sem eru ótryggðir. Það eru bílstjórar sem eru að aka farþegum, og þá helst ferðamönnum, án tilskilinna réttinda. Fyrirtækin stunda sum hver félagslegt undirboð. Það eru nokkur þekkt rútufyrirtæki sem hafa stundað það að flytja inn starfsfólk til að stunda þessa ólöglegu vinnu,“ segir Jóhannes í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Jóhannesar er það engin tilviljun að óprúttnir aðilar skuli komast upp með að hefja slíka starfsemi á Íslandi og halda henni gangandi um tímaskeið sem séu í einhverjum tilvikum jafnvel heilu mánuðirnir af ólöglegum akstri.

„Þetta flokkast vissulega sem erlend brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Jóhannes.

„Hvort menn eigi að fara svo langt að kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi skal ég ekki dæma um, en þetta er vissulega markvisst að eiga sér stað. Þetta er alls ekkert einsdæmi og er því miður frekar algengt.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert