„Flestar þessara aðgerða standast skoðun“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­in spurn­ing er að bólu­setn­ing­ar björguðu tug­um ef ekki hundruðum millj­óna manns­lífa í Covid-19 heims­far­aldr­in­um. Auka­verk­an­ir af bólu­setn­ing­unni voru sann­ar­lega til staðar en ekki meiri en bú­ast mátti.

Þetta seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í yf­ir­lýs­ingu sem hann gaf frá sér fyrr í dag. Þar tek­ur hann fram að mis­skiln­ings hafi orðið vart í umræðunni eft­ir viðtal við hann í hlaðvarp­inu Skoðana­bræðrum þar sem heims­far­ald­ur­inn var rædd­ur.

Í hlaðvarp­inu velti Kári því m.a. upp hvort það hefði verið bertra að sleppa yngra fólki við bólu­setn­ingu vegna þess að áhættumat hjá þeim gæti hafa verið annað en hja þeim eldri, þar sem yngra fólkið virt­ist sleppa bet­ur frá sýk­ing­unni.

Ég benti þó á í því sam­bandi á að til að byrja með var von­ast til þess að bólu­setn­ing kæmi ekki bara í veg fyr­ir sjúk­dóm held­ur líka smit sem fólk gæti borið áfram án þess að veikj­ast. Bólu­efnið reynd­ist þó ekki koma al­veg í veg fyr­ir smit en dró mikið úr því. Það varð þó einnig að skoða þetta með hliðsjón af hegðun­ar­mynstri ungs fólks sem var lík­legra til að um­gang­ast fleiri og bera veiruna hraðar á milli. Það voru því ein­fald­lega ekki for­send­ur fyr­ir hendi til þess að taka ákvörðun um að bólu­setja ekki yngra fólkið,“ seg­ir jafn­framt í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Alltaf verið þeirr­ar skoðunar

Kári árétt­ar að hann hafi alltaf verið þeirr­ar skoðunar að þær aðgerðir sem stjórn­völd gripu til í far­aldr­in­um hafi verið rök­rétt­ar miðað við þær for­send­ur sem lágu fyr­ir.

„Það hef­ur ekki breyst. Flest­ar þess­ara aðgerða stand­ast skoðun í ljósi þess sem við höf­um lært síðan.

Rík­is­stjórn­in bar ábyrgð á sótt­varn­araðgerðum í far­aldr­in­um, hún fór nær al­ger­lega að ráðum sótt­varn­ar­yf­ir­valda sem sóttu sér ráð víða í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars til mín og fólks­ins í Íslenskri erfðagrein­ingu.“

Gætu verið betri

Þá tek­ur hann fram að eng­in spurn­ing sé að bólu­setn­ing­ar björguðu tug­um ef ekki hundruðum millj­óna manns­lífa.

„Bólu­efn­in sem voru notuð eru býsna góð en gætu verið betri og eft­ir því sem veir­an stökk­breytt­ist varð áhrifa­mátt­ur þeirra minni. Þegar lyf og bólu­efni eru gef­in er verið að fikta í líf­fræði manns­ins.Öllum lyfj­um og öll­um bólu­efn­um fylg­ir hætta á auka­verk­un­um. Þau bólu­efni sem voru mest notuð voru tvenns kon­ar,RNA bólu­efni og eitt ann­ars kon­ar. Það voru ívið meiri auka­verk­an­ir af gam­aldags bólu­efn­inu en þeim sem byggðu áRNA.

Mikl­ar umræður hafa skap­ast um bólgu í hjarta­vöðva sem auka­verk­un af bólu­setn­ingu. Það er rétt að bólu­setn­ing gegn veirunni þre­fald­ar hætt­una á henni en sýk­ing­in sjálf átján­fald­ar hana þannig að bólu­setn­ing­in veit­ir sex­falda vörn gegn bólg­unni.“

Kári seg­ir auka­verk­an­ir af bólu­setn­ing­unni sann­ar­lega vera til staðar en ekki meiri en bú­ast mátti.

„Þess vegna er aldrei veitt leyfi fyr­ir þess­um efn­um fyrr en búið er að sýna fram á að hætt­an af því að nota þau sé minni en hætt­an af því að gera það ekki. Það var svo sann­ar­lega gert við bólu­efn­in í þess­um far­aldri,“ bæt­ir hann við.

Yf­ir­lýs­ing­una má lesa í heild á Face­book-síðu Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert