Raforka í landinu nánast uppseld

Landsvirkjun hefur frestað útboðum á aflvélum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar og byggingarframkvæmdum …
Landsvirkjun hefur frestað útboðum á aflvélum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar og byggingarframkvæmdum um óákveðinn tíma. mbl.is/RAX

„Það má segja að raforka á Íslandi sé nánast uppseld. Þetta hefur neikvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu um allt land. Við erum komin inn í tímabil orkuskorts á Íslandi og sú staða mun versna á komandi árum ef ekkert verður að gert, miðað við núverandi forsendur.“

Þetta segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið innt eftir viðbrögðum við skrifum Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar í Viðskiptablaðinu sem birtist á föstudaginn.

Grafalvarleg staða

Hörður sagði að það stefndi í orkukreppu á Íslandi á komandi árum ef ekkert yrði aðhafst og ef ekkert breyttist í orkumálum hér á landi og lýsti því yfir að Landsvirkjun talaði fyrir daufum eyrum þegar orkufyrirtækið hefði reynt að vara við hvert stefndi. Sigríður segir að Samtök iðnaðarins taki heilshugar undir áhyggjur Harðar og ábendingar hans séu í samræmi við það sem Samtök iðnaðarins hafa áður sagt.

„Staðan í orkumálum er að verða grafalvarleg. Stjórnvöld eru því miður ekki að taka á þessari stöðu með nægilega markvissum hætti.“

Hún segir mikilvægast af öllu að búa til umgjörð sem liðkar fyrir markmiðum Íslands um orkuskipti. Stjórnvöld hafa sett það markmið að skipta út jarðefnaeldsneyti alfarið fyrir græna raforku fyrir árið 2040 en Sigríður segir að miðað við núverandi forsendur sé það markmið fullkomlega óraunhæft.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert