Starfsemin mögulega í uppnámi

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagaskóla í sumar.
Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagaskóla í sumar. mbl.is/Eyþór

Óvíst er hvort skólastarf í Hagaskóla getur farið fram í húsnæði skólans í vetur, en óðfluga styttist í skólasetningu hinn 22. ágúst. Framkvæmdir hafa staðið yfir í skólanum í sumar vegna myglu en svo virðist sem þeim sé ekki lokið.

Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir í samtali við Morgunblaðið að hann bíði enn eftir nauðsynlegum upplýsingum frá eignasviði Reykjavíkurborgar svo hægt sé að meta möguleikann á skólastarfsemi innan húsnæðis skólans.

„Ég get ekkert sagt því ég hef ekki þær upplýsingar sem ég hefði viljað hafa. Það sér það hver sem horfir á húsið að það er ekki tilbúið núna.“ Ómar Örn vonast til þess að fá upplýsingar um það sem allra fyrst og segir að best hefði verið að fá þær í síðustu viku.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi óskað eftir fundi skóla- og frístundaráðs til að bregðast við ástandinu enda telur hún að málið þoli enga bið. Hún fékk þau svör að Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður ráðsins væri úti á landi. „Hún ætlaði að vera í sambandi eftir helgi en sagði ekki hvort hún yrði við þessari ósk eða ekki.“ Marta segir það óviðunandi ef skólinn yrði húsnæðislaus í haust, sem beri að líta alvarlegum augum, og vill því að ráðið fundi sem allra fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka