„Vissum að það væri tæpt“

Dagur segir iðnaðarmenn í kappi við tímann.
Dagur segir iðnaðarmenn í kappi við tímann. Samsett mynd

Dagur B. Eggertsson segir að iðnaðarmenn séu í kappi við tímann að ganga frá húsnæði Hagaskóla. Fundir hafi farið fram í dag og forystufólk skólans muni kynna niðurstöður þeirra um leið og þær liggja fyrir.

Óvíst er hvort skólastarf í Haga­skóla get­i farið fram í hús­næði skól­ans í vet­ur og eru nú 12 dagar í skólasetningu. Framkvæmdir hafa staðið yfir í skólanum í sumar vegna myglu.

„Það er að skýrast þessa dagana, iðnaðarmenn eru í kappi við tímann að ganga frá húsnæðinu,“ segir Dagur. Myglumál grunn- og leikskóla Reykjavíkur hafa víða sett skólastarf í uppnám á undanförnum misserum.

Vilja klára verkefnin fyrir veturinn

Dagur segir að ríkur vilji sé í skólasamfélaginu að hefja veturinn í Hagaskóla, sem og nágrenni hans.

„Það hefur verið ríkur vilji í skólasamfélaginu að hefja þennan vetur í Hagaskóla og nágrenni hans, og við vissum að það væri tæpt, en það eru allir að leggjast á eitt um að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þetta gangi sem best.“

Þá segir hann að nú sé verið að skoða með nákvæmum hætti hvernig skólahaldi í Hagaskóla verði háttað næstu vikurnar.

„Það verður kynnt af hálfu forystufólks skólans um leið og það liggur fyrir.“

Skólastjóri Hagaskóla sagði í samtali við mbl.is í dag að hann skorti upplýsingar um gang framkvæmda.

Veistu hvenær það verður nákvæmlega?

„Það standa fundahöld yfir í dag ef ég kann þetta rétt. Og upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert