Umferðaróhapp varð í austurborginni þegar ökumaður bifreiðar blindaðist af sólinni. Tjón varð á bæði bifreiðinni og ljósastaur sem varð fyrir henni og ökumaðurinn fann fyrir minniháttar meiðslum eftir óhappið.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu vegna verkefna á borði hennar frá því seinni partinn í gær og fram til snemma í morgun.
Þá var tilkynnt var um innbrot í skóla í Hafnarfirði en málið er í rannsókn.
Fjögur mál komu loks upp vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.