Skólasetningu frestað um tæpa viku

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagaskóla í sumar.
Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagaskóla í sumar. mbl.is/Eyþór

Hagaskóli verður settur viku seinna en von var eftir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendi foreldrum póst í gærkvöldi þar sem þeim var tilkynnt að skólasetningin færi fram á mánudaginn, 28. ágúst en ekki þriðjudaginn 21. ágúst, eins og ætlast var eftir.

Ástæðan fyrir frestun skólasetningar eru framkvæmdir vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Í upphafi var gert ráð fyrir því að framkvæmdum yrði lokið fyrir skólasetningu.

En sú var ekki raunin og nú hefur þurft að fresta skólahaldinu um fjóra skóladaga. 

Öll börn á skólalóðinni

„Við sjáum samt fram á að geta tekið á móti öllum nemendum í á skólasvæðinu og hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þannig að það gangi upp með það húsnæði sem verður tilbúið,“ skrifar Ómar í tölvupósti til foreldra barna í Hagaskóla.

Segir þar einnig að skólinn fái afhentar fleiri stofur í áföngum um miðjan september og um mánaðamót september og október.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/11/skrifstofa_stjornenda_i_neskirkju/

„Það sem komið er af nýju eða endurbyggðu húsnæði lofar góðu og þó þetta sé ekki alveg eins og við höfðum séð fyrir okkur er það nógu nálægt til að við gleðjumst yfir því að vera komin með allan skólann heim aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert