Slysið metið alvarlegt

Slysið varð við Langjökul.
Slysið varð við Langjökul. Ljósmynd/Aðsend

Vélsleðaslysið sem varð við Langjökul fyrr í dag er metið alvarlegt, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Eins og áður var greint frá var þyrla Gæslunnar kölluð út vegna slyssins. 

Tvær bandarískar konur voru fluttar með þyrlunni til Reykjavíkur og er önnur meira slösuð en hin.

Þyrlusveitin var stödd á æfingu í Þjórsárdal þegar útkallið barst og var því snögg á slysstað. Að sögn Ásgeirs voru konurnar tvær komnar undir læknishendur innan við klukkustund frá því að útkallið barst.

Ekki fengust upplýsingar tildrög slyssins eða líðan kvennanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert