„Þetta er bara fjölskylduharmleikur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei engan veginn, enda kemur það hvorki ráðherranum við né ríkisstjórninni. Þetta er bara fjölskylduharmleikur.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is spurður hvort að Lambeyramálið svokallaða hafi verið rætt innan flokksins.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur verið bendlaður við málið af Ásu Skúladóttur og systrum hennar í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki.

Eins og áður hefur verið rakið á málið rætur sínar að rekja til hatrammra ættardeilna sem hófust árið 2007 þegar afi Ásmundar og systranna lést og skildi eftir sig jörðina Lambeyrar. Síðan þá hafa staðið yfir deilur innan fjölskyldunnar og hefur Ásmundur meðal annars verið sakaður um innbrot og rógburð.

Óskiljanlegt

Spurður hvort honum finnist umfjöllun fjölmiðla um Lambeyramálið ósanngjörn svarar Sigurður Ingi því játandi.

„Það er óskiljanlegt að reyna að draga stjórnmálamenn sem koma ekki að málinu inn í það.“

Ásmundur tjáði sig sjálfur um málið nokkrum dögum eftir að það kom fyrst fyrir kastljós fjölmiðla, en fram að því hafði hann ekki gefið kost á viðtali. Hann sagði í tilkynningu að deilurnar væru honum með öllu óviðkomandi.

„Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nær­vera mín í þess­um ágrein­ingi gerði hvorki mér, fjöl­skyldu minni, né öðrum nokk­urt gagn. Þess vegna steig ég út úr þess­um átök­um í eitt skipti fyr­ir öll fyr­ir mörg­um árum síðan,“ sagði hann og hefur ekki tjáð sig um málið síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert