Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss við Langjökul fyrir skömmu.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir beiðnina um aðstoð hafa borist um hálftvö leytið. Þyrlan hafi verið á æfingu skammt frá slysstað og gat áhöfnin því brugðist hratt við útkallinu.
Skömmu áður, eða um hádegisbil, var einnig óskað eftir aðkomu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar vegna veikinda í Hornvík á Vestfjörðum. Var þyrla send á staðinn og er hún sem stendur í því verkefni.
Þegar þessi frétt er skrifuð eru því báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar í útkalli.