Verða í viðbragðsstöðu á Akureyri

Hluti áhafnar. Elvar Steinn Þorvaldsson sigmaður, Jóhannes Jóhannesson flugmaður og …
Hluti áhafnar. Elvar Steinn Þorvaldsson sigmaður, Jóhannes Jóhannesson flugmaður og Sigurður Benediktsson læknir, verða til taks fyrir norðan. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll frá Akureyri og Reykjavík þessa helgina í von um styttri viðbragðstíma. 

Er þetta gert að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, en hún óskaði eftir viðveru sveitarinnar á Akureyri. 

Búist er við miklum fjölda ferðamanna á Norðurlandi um helgina, m.a. vegna Fiskidagsins mikla sem haldinn er á laugardaginn á Dalvík. 

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flýgur norður á Akureyri síðar í dag þar sem hún verður til taks fram á sunnudag. Hin þyrluvaktin verður í viðbragðsstöðu í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert