Vertíðin í Hvalfirði notuð í viðhaldið

Það er afar stórt hreingerningateymið hjá Hval þetta sumarið, en …
Það er afar stórt hreingerningateymið hjá Hval þetta sumarið, en allir sem ráðnir voru á vertíð sumarsins, yfir 100 manns, sinna nú viðhaldi, hvort sem það eru þrif eða málningarvinna eða að þrífa mosa af steinum. mbl.is/Eyþór

„Við erum bara í startholunum, bæði á bátunum og annars staðar,“ segir Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, stöðvarstjóri hjá Hval hf. „Stemningin er fín og við bíðum allir spenntir eftir að geta hafið veiðar 1. september.“

Það er afar stórt hreingerningateymið hjá Hval þetta sumarið, en allir sem ráðnir voru á vertíð sumarsins, yfir 100 manns, sinna nú viðhaldi, hvort sem það eru þrif eða málningarvinna eða að þrífa mosa af steinum. Hefur Hvalur því ekki sagt upp neinum starfsmanni.

„Við vorum búnir að ráða þetta fólk í vinnu á vertíð og göngum ekkert á bak orða okkar, en auðvitað sér það hver maður að það er þungur baggi að halda úti mötuneyti og öllu þessu starfsfólki án þess að nokkuð komi í kassann.“

Það er því unnið í bátunum uppi í Hvalfirði og í frystihúsinu í Hafnarfirði eru 20 menn að sinna viðhaldi og allt verður tilbúið og í besta standi þegar veiðar hefjast. „Við erum tilbúnir í slaginn 1. september.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert