Fundaði með fulltrúum nýrra hluthafa

Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss.
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson sveitarstjóri Ölfuss segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi átt fund með fulltrúum nýrra hluthafa í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til að ræða skipulagsmál og áherslur sveitarfélagsins.

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær þá eru nýir hluthafar komnir í fyrirtækið, þar á meðal fjárfestingafélagið Blackrock, sem breytti lánum Icelandic Water Holdings yfir í hlutafé.

Stefnt á að margfalda söluna

Jón Ólafsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, sagði við Morgunblaðið í gær að stefnt væri að því að margfalda sölu fyrirtækisins á vatninu Icelandic Glacial en því gæti fylgt stækkun á núverandi verksmiðju. Það fellur vel í kramið hjá Elliða sem segir sveitarfélagið þekkja vel til langtímamarkmiða fyrirtækisins.

„Þessar breytingar hafa fengið nýjar og auknar áherslur með nýjum eigendum. Ég hef fundað með þeim og farið yfir áherslur sveitarfélagsins og þeim falla mjög vel í geð áherslur okkar á Ölfus Cluster, sem er klasasamstarf fyrirtækja í sveitarfélaginu og leggur áherslu á ræktun og þróun á umhverfisvænum matvælum, og sú áhersla okkar fellur vel að þeirra hugmyndafræði og þeir hafa lýst yfir áhuga á því að koma enn fastar inn í það starf. Einnig hafa þeir rætt við okkur um skipulagsmál, en þeir eru þegar með möguleika á stækkun á verksmiðjunni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert