Óvissa um loftslagstekjur

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, segir að …
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, segir að óljóst sé hvaða tekjur komi í hlut Íslands út úr þessu, þar sem ekki liggi fyrir hvaða siglingar muni verða felldar undir ábyrgð Íslands og þ.a.l. fjöldi loftslagsheimilda sem í hlut Íslands kemur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einungis hluti þeirra tekna sem til verða vegna sölu loftslagsheimilda vegna sjóflutninga mun renna til aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) og EFTA-ríkjanna og ber þeim, þ.á.m. Íslandi, að ráðstafa tekjunum til loftslagstengdra verkefna og reksturs kerfisins.

Þetta segir Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), við Morgunblaðið en þau hafa ásamt Samtökum atvinnulífsins verið gagnrýnin á áform um innleiðingu tilskipunar ESB um að fella vöruflutninga á sjó undir svokallað ETS-kerfi losunarheimilda ESB.

Lítill hluti rennur til rannsókna

Segir hann að lítill hluti tekna aðildarríkja af sölu ETS-loftslagsheimilda vegna sjóflutninga muni renna til rannsókna sem stuðla eigi að orkuskiptum í þeim geira til ársins 2030. Hluti muni renna til verkefna á vettvangi ESB, m.a. vegna aðildarríkja sem standa höllum fæti í loftslagsmálum. Það sem verði eftir fái aðildarríki EES, þ.á.m. Ísland, í samræmi við innleiðingu regluverksins hér á landi.

„Reglurnar hafa verið samþykktar á vettvangi ESB og eru til skoðunar hjá EFTA vegna upptöku í EES-samninginn. Málið er í ferli og mun koma til kasta Alþingis og verður tekið til umræðu þar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Benedikt segir að óljóst sé hvaða tekjur komi í hlut Íslands út úr þessu, þar sem ekki liggi fyrir hvaða siglingar muni verða felldar undir ábyrgð Íslands og þ.a.l. fjöldi loftslagsheimilda sem í hlut Íslands kemur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert