Þyrlan kölluð fjórum sinnum út í gær

Myndir frá ferðum þyrlunnar á vettvang við Þríhyrningsá í gærkvöldi.
Myndir frá ferðum þyrlunnar á vettvang við Þríhyrningsá í gærkvöldi. Samsett mynd

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, með mesta forgangi, frá Akureyri á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna vélhjólaslyss við Þríhyrningsá á hálendinu. Þyrlan var kölluð fjórum sinnum út í gær.

Þyrlan var komin á vettvang laust fyrir klukkan ellefu og flutti þann slasaða á sjúkrahúsið á Akureyri, segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru gerðar út frá bæði Akureyri og Reykjavík nú um helgina og telja viðbragðsaðilar sem að slysinu komu að þarna hafi sparast klukkutími í útkallstíma, segir Ásgeir, enda þyrlan stödd á Akureyri þegar útkallið barst. 

Þyrlan stödd nálægt slysstað

Aðspurður segir Ásgeir venjulega berast um eitt til tvö útköll um helgar yfir sumartímann. Þá segir hann vissulega fleiri útköll um helgar, sérstaklega yfir sumartímann. Óvenju mörg útköll bárust í gær eða fjögur talsins.

Fyrsta útkall þyrlunnar á Akureyri barst vegna veikinda í Hornvík við Hornstrandir. Þar á eftir barst útkall vegna manns sem slasaðist í bratta á Tröllaskaga. 

Jafnframt var óskað aðstoðar þyrlunnar vegna vélsleðaslyss við Langjökull skömmu fyrir hádegi í gær. Þyrlan sem er gerð út frá Reykjavík um helgina var stödd skammt frá slysstað og gat áhöfnin því brugðist hratt við útkallinu. 

Þyrlur gæslunnar voru því samtímis í útkalli rétt eftir hádegi í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert