Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ökumanninn, sem var einn í bifreiðinni, og …
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ökumanninn, sem var einn í bifreiðinni, og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Ökumaður bifreiðar var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu við Kambhól á Ólafsfjarðarvegi í nótt.

Tilkynning barst lögreglunni á Norðurlandi eystra laust eftir miðnætti. Þyrlan sótti ökumanninn, sem var einn í bifreiðinni, og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri. Lögregla rannskar tildrög slyssins. Veginum var lokað um stund en hann var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt.

Mikill erill um helgina

Mikill erill hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar um helgina. Þyrlan var kölluð út á tíunda tímanum í gærkvöld þegar vélhjólamaður slasaðist nærri Jökulsá á Fjöllum. Sá var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri og er líðan hans eftir atvikum góð.

Þá sótti þyrla Landhelgisgæslunnar konu sem hafði slasast eftir fall í Flatey í Breiðafirði. Meiðsli hennar eru að líkindum ekki alvarleg en hún var flutt á Landspítalann til rannókna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert