Bandaríski flugherinn til landsins

B-2 Spirit sprengjuflugvél. Bandaríkjahers.
B-2 Spirit sprengjuflugvél. Bandaríkjahers. Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag. Hún er á leið hingað til þess að vera við æfingar með bandalagsríkjum Norður-Evrópu. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Í förinni eru alls þrjár B-2 Spirit kjarnasprengjuflugvélar með allt að 200 manna liðsafla, sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur, eða á meðan æfingarnar standa yfir. 

Framlag til fælingaraðgerða

Undirbúningur heimsóknarinnar hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið, en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. 

Viðvera flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og er mikilvægt framlag til fælingaraðgerða í Norður-Evrópu. 

Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia, í umboði utanríkisráðuneytisins. 

Í förinni eru alls þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar með allt …
Í förinni eru alls þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar með allt að 200 manna liðsafla. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert