Jörð skelfur undan Reykjanesskaga

Hrinan hófst fyrir um klukkutíma síðan.
Hrinan hófst fyrir um klukkutíma síðan. mbl.is

Skjálftahrina hófst laust eftir 19.30 nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn mældist 4,5 stig að stærð.

Um 60 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta klukkutímann og virknin er þétt að sögn Magnúsar Freys Sigurkarlssonar, veðurfræðings. 

„Við höfum séð svipaðar hrinur á þessu svæði fyrr í sumar. Þetta er þétt virkni og nokkrir stórir skjálftar. Við erum að skoða þetta núna.“ 

Fjöldi skjálfta yfir þremur stigum hefur mælst á svæðinu í hrinunni. Ekki er ljóst hvort skjálfarnir stafi af kvikuhreyfingum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Skjálftavirknin á svæðinu.
Skjálftavirknin á svæðinu. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert