„Þetta er bara meira og minna skemmt“

Búnaður slökkviliðsins í Grindavík er illa farinn eftir baráttuna við gróðureldana við Litla-Hrút.

„Nú finnst okkur svona komið að því að við séum búin að birgja okkur betur upp í stað þess að gera þetta þegar að atburðurinn er hafinn og þurfa svo að bíða eftir tækjum og tólum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, í nýjasta þætti Dagmála.

„Slöngur og ýmislegt annað, þetta er bara meira og minna skemmt eftir þessa miklu áraun og þetta stóra verkefni. Sama gerist hjá öðrum slökkviliðum sem komu til að hjálpa okkur. Ég efast ekkert um það að að það verði myndarlega staðið að því að hjálpa okkur við þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert