Vísbendingar um gasmengun eftir skjálfta

Veðurstofu barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt …
Veðurstofu barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt við Blágnýpujökul í Hofsjökli. Lyktin bendir til að gasmengun sé á svæðinu. mbl.is/Einar Falur

Veðurstofu Íslands barst tilkynning frá landvörðum í Kerlingafjöllum um sterka lykt við Blágnípujökul í Hofsjökli eftir að skjálfti af stærðinni 3,0 reið þar yfir í gærkvöld. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.

Lyktin bendir til að gasmengun sé á svæðinu.

Að sögn náttúruvársérfræðings á veðurstofunni er jarðhitasvæði undir jöklinum. Segir hann möguleika á því að skjálftarnir tengist jarðhitakerfunum og lyktin sé tilkomin vegna þeirra.

Segir hann tilkynningar um sambærilega lykt í kringum Hofsjökul hafi borist áður, til dæmis árið 2017 og 2018. Í kjölfar lyktarinnar 2017 varð minniháttar hlaup undir jöklinum sem þó sáust engin merki um á vatnshæðar- eða skjálftamælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka