Mótlætið mótar okkur

Í unglingabókunum Stefáns Mána, nú síðast í Hrafnskló, eru aðalpersónurnar krakkar í aðstæðum sem hafa ýtt þeim út á jaðarinn. Slíkar persónur eru honum og hugleiknar í gegnum allan hans rithöfundaferil.

Í viðtali í Dagmálum sem Stefán að það sé vegna þess að honum finnist persónur á einhverskonar jaðri áhugaverðari. „Það sem gerir persónu eru átök og manneskja sem hefur aldrei lent í átökum eða áföllum eða árekstrum – ég held hún sé ekkert sérlega áhugaverð. Það er mótlætið sem mótar okkur og það hvernig við bregðumst við mótlætinu, hvernig við vinnum úr því hvort sem við bognum eða brotnum. Ég held að lykilorðið sé átök og góð persóna er byggð á einhverjum átökum, innri átökum eða ytri átökum.

Allt þetta mótlæti mótar persónuna og hún hefur tækifæri til að sigrast á hindrunum og þroskast, þannig að þetta hentar skáldskap og svo finn ég líka bara til með utangarðsfólki, sama hvort það er útlendingar á Íslandi eða einhver sem er í félagslegum erfiðleikum, hjartað bara slær þar.“

Barnabókaútgefandi nefndi það í viðtali fyrir stuttu að bækur fyrir börn og ungmenni ættu ekki að hafa einhvern boðskap.

„Númer 1, 2, 3: Það eiga ekki að vera neinar reglur. Það má vera boðskapur en hann þarf ekki að vera. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að íslenskar barna- og unglingabækur hafi verið allt of barnalegar í gegnum tíðina, fólk gleymir því hvað krakkar og unglingar eru klárir og hvað þau vita og hvað þau vilja vita, þannig að ég passa mig alltaf á því að tala ekki niður til lesenda og reyni strekkja umslagið. Ég tóna mjög niður allt ofbeldi og allt það, en ég vil hafa smá krydd í tilveruna, ekki vera með eitthvað sótthreinsað og ESB-vottað. Sama hver lesandinn er, hann vill fá eitthvað fyrir peninginn, ekki bara vera í öryggisbelti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert