„Umferðin í ár slái öll met“

Umferð hefur aukist á milli ára.
Umferð hefur aukist á milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Umferðin í júlímánuði reyndist um sjö prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Jafnframt hefur aldrei mælst meiri umferð á Hringveginum í einum mánuði frá upphafi mælinga. 

„Það stefnir í að umferðin í ár slái öll met og verði einnig um sjö prósentum meiri en árið 2022 gangi spá Vegagerðarinnar eftir,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Vegagerðin er með um sextán lykilteljara á Hringveginum en alls fóru að jafnaði tæplega 125 þúsund ökutæki yfir mælisniðin sextán á hverjum sólarhring. 

Minnst ekið á laugardögum

„Svo óvanalega vildi til að mesta aukningin mældist á og við höfuðborgarsvæðið, en á því svæði mælist alla jafna litlar sveiflur. Skýringin á þessu kann að vera sú að á síðasta ári var þar óvenju lítil umferð miðað við árstíma,“ segir í tilkynningunni.

Umferðin hefur aukist þó nokkuð það sem af er ári og hefur mesta aukning verið um Suðurland eða um sextán prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári. Umferðin á Hringveginum hefur aukist um níu prósent miðað við fyrstu sjö mánuði ársins á síðasta ári.

„Það sem af er ári, hefur umferðin aukist í öllum vikudögum og þá mest á mánudögum, eða um 12,1%, en minnst á sunnudögum, eða um 5,1%. Mest er ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert