Drangahraunsmál „afgreitt í vikunni“

Héraðssaksóknari mun afgreiða Drangahraunsmál í vikunni.
Héraðssaksóknari mun afgreiða Drangahraunsmál í vikunni. mbl.is/Hjörtur

Mál mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Drangahrauni í Hafnarfirði 17. júní síðastliðinn er komið á borð héraðssaksóknara. Gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út í dag en fastlega má gera ráð fyrir því varðhaldið verði framlengt. 

Þá fengust þær upplýsingar hjá Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara að málið „verði afgreitt í vikunni.“ Því má leiða líkur að því að pólskur maður um fertugt verði ákærður í málinu. 

Tveir menn voru upphaflega handteknir en öðrum þeirra var sleppt eftir yfirheyrslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert