Hætta starfsemi vegna niðurskurðar

Uppsetning Íslensku óperunnar á La traviata.
Uppsetning Íslensku óperunnar á La traviata. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska óperan hefur sent áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna áforma um að hætta rekstrarframlögum til stofnunarinnar. 

„Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi,“ segir í áskoruninni sem stofnunin birtir á Facebook. 

Tekið er fram að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024. 

Í áskoruninni segir að ekki verði deilt um að stofnunin hafi algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi og að óperan hafi nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. 

„Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og að koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert