Kæra utanvegaakstur á vegum Umhverfisstofnunar

Landmannalaugar. Greina má pallana fjær hægra megin á myndinni.
Landmannalaugar. Greina má pallana fjær hægra megin á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Náttúruverndarsamtök hafa kært utanvegaakstur við Landmannalaugar til lögreglu. Svo virðist sem Umhverfisstofnun beri ábyrgð á akstrinum en hann tengist framkvæmdum á vegum stofnunarinnar þegar settir voru upp pallar við laugarnar.

Greint var frá því í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins að samtökin hefðu kært aksturinn eftir að ummerki akstursins sáust á myndum í fréttum.

Skýrt bann í lögum og friðlýsingarskilmálum

„Það sést vel úr lofti að það hefur verið ekið þarna yfir votlendið í kringum laugarnar við þessa pallagerð,“ sagði Snæbjörn Guðmundsson, formaður samtakanna Náttúrugriða, í samtali við ríkismiðilinn.

„Það er skýrt bann við utanvegaakstri bæði í náttúruverndarlögum og friðlýsingarskilmálum Friðlands að fjallabaki, og þetta er brot á þeim,“ er haft eftir Snæbirni.

Aðsurður segir hann það óljóst hver beri ábyrgðina. Framkvæmdin sé þó á vegum Umhverfisstofnunar og kæran komin á borð lögreglustjórans á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert