Bæta við bílum og vinna upp tafir

Sorphirða í Reykjavík hefur gengið betur í þessari viku heldur …
Sorphirða í Reykjavík hefur gengið betur í þessari viku heldur en undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sorp­hirðubíl­um við hirðu á papp­ír og plasti hjá Sorp­hirðu Reykja­vík­ur hef­ur fjölgað um þrjá og því geng­ur vel að vinna upp þær taf­ir sem orðið hafa. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Sorp­hirða í Reykja­vík hef­ur gengið bet­ur í þess­ari viku held­ur en und­an­farið, meðal ann­ars vegna þess að hirðubíl­um hef­ur fjölgað og fleiri eru við störf að sögn borg­ar­inn­ar. 

Hirðutíðni á plasti og papp­ír á áætl­un eft­ir tvær vik­ur

Hirða á blönduðu sorpi og mat­araf­göng­um er á áætl­un og von­ir standa til þess að hirðutíðni á papp­ír og plasti verði kom­in á áætl­un eft­ir tvær vik­ur, með tveggja vikna hirðutíni. 

Hirða á papp­ír og plasti í Grafar­vogi verður að öll­um lík­ind­um lokið þann 17. ág­úst og þá hefst hirða á plasti og papp­ír í Vest­ur­bæ. 

Íbúar hvatt­ir til að ganga vel um tunn­ur

Íbúar eru áfram hvatt­ir sér­stak­lega til að ganga vel um tunn­ur und­ir papp­ír og plast og brjóta vel sam­an umbúðir svo þær rúm­ist bet­ur í tunn­un­um. Þá seg­ir að gott sé að fara með viðamikl­ar umbúðir á grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðvar.

Upp­lýs­ing­ar um fram­gang hirðunn­ar má finna á vefsíðu fyr­ir sorp­hirðuda­ga­tal í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert