Goslokum lýst yfir við Litla-Hrút

Eldgos við Litla Hrút 1.ágúst.
Eldgos við Litla Hrút 1.ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir goslokum við Litla-Hrút en tíu dagar eru frá því að virkni mældist í gígnum. 

Í tilkynningu segir að engin aflögun mælist lengur á svæðinu og að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni.

„Því má segja að enn einum kafla í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga sé lokið.“

Þá er bent á að mikilvægt sé þó að hafa í huga að enn er hætta nærri gossvæðinu og að mikill hiti leynist í nýja hrauninu.

„Sums staðar er aðeins þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni. Jaðrar nýja hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar. Gas sem sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir. Í kjölfar umbrotanna leynast líka sprungur á svæðinu sem skapa hættu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert