Hornsteinn íslenskrar tónlistar

Stofnfundur Tónlistarmiðstöðvar í Hörpu í gær. Tónlistarmiðstöðinni er ætlað að …
Stofnfundur Tónlistarmiðstöðvar í Hörpu í gær. Tónlistarmiðstöðinni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins og kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk erlendis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmiðstöð hefur verið stofnuð til að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að 600 milljónir renni af fjárlögum til hennar og til að efla sjóði til viðbótar við þau framlög sem renna nú þegar til tónlistar.

Stofnfundur miðstöðvarinnar fór fram í Hörpu í gær. „Það er ákveðinn draumur að rætast,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands auk ráðherrans fyrir hönd ríkissjóðs.

Tónlistarmiðstöðinni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins og kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert