Lifir fyrir hrollvekjur og spennumyndir

Sigurjón Sighvatsson framleiðandi og Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri.
Sigurjón Sighvatsson framleiðandi og Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri. Ljósmynd/Gunnar Bjarki Birnusson

Skammt verður stórra högga á milli í frumsýningu tveggja kvikmynda í fullri lengd í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen á næstunni, en hann er jafnframt handritshöfundur þeirra. Spennumyndin Kuldi eftir samnefndri sögu Yrsu Sigurðardóttur verður frumsýnd hérlendis 1. september og hrollvekjan The Piper í Bandaríkjunum væntanlega um miðjan október.

Kvikmyndaferill Erlings hófst með stuttmyndinni Child Eater, 14 mínútna langri hrollvekju, þegar hann var í kvikmyndanámi í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug.

Síðan hefur hann gert nokkrar stuttmyndir auk tveggja kvikmynda í fullri lengd, Child Eater og Rökkurs.

Hann segir að umgjörðin vegna The Piper hafi verið stærri og kostnaður meiri en við gerð Kulda en sagan á bak við þá síðarnefndu sé stærri, leikarar fleiri og myndin viðameiri. Þó að myndirnar séu ólíkar hafi vinnan við þær verið sambærileg, þegar á heildina er litið. Charlotte Hope og Julian Sands eru í aðalhlutverkum í The Piper en íslenskir leikarar í Kulda.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert