Ófremdarástand í sorphirðumálum

Kjartan Magnússon gagnrýnir hvernig staðið er að sorphirðu borgarinnar.
Kjartan Magnússon gagnrýnir hvernig staðið er að sorphirðu borgarinnar.

„Menn sögðu það líka í júlí – að þetta væri að kom­ast í lag,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is að lokn­um fyrsta fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur eft­ir sum­ar­leyfi, þar sem hann tók sorp­hirðumál til um­fjöll­un­ar. 

Reykja­vík­ur­borg sendi frá sér til­kynn­ingu í dag þar sem fram kem­ur að sorp­hirða í Reykja­vík hafi gengið bet­ur í núlíðandi viku held­ur en und­an­farið, meðal ann­ars vegna þess að hirðubíl­um hef­ur fjölgað og fleiri eru við störf.

Ruslatunnur voru yfirfullar í miðborginni um helgina.
Rusla­tunn­ur voru yf­ir­full­ar í miðborg­inni um helg­ina. mbl.is/Ó​ttar

Allt kerfið í ólagi 

„Þetta er ófremd­ar­ástand,“ seg­ir Kjart­an og kveðst von­ast til þess að sorp­hirða muni fara að ganga bet­ur en hef­ur verið í sum­ar. 

Kjart­an er þeirr­ar skoðunar að ekki sé hægt að tala um að inn­leiðing­in gangi vel þegar allt kerfið, bæði hirðan í hverf­un­um, los­un­in og um­hirðan er í miklu ólagi. 

„Þetta teng­ist allt, þannig að mér finnst skrítið að halda því fram að inn­leiðing­in gangi vel þegar sorp­hirðan er far­in úr skorðum,“ seg­ir Kjart­an. 

Ófremd­ar­ástand í sorp­hirðumál­um

Hann seg­ir lít­il­lega hafa verið fjallað um sorp­hirðu á fund­in­um. Kjart­an lagði þó fram til­lög­ur og fyr­ir­spurn­ir fyr­ir hönd borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hann tel­ur nauðsyn­leg­ar vegna ófremd­ar­ástands í sorp­hirðumál­um í Reykja­vík, sem ríkt hef­ur í vik­ur og mánuði á sama tíma og verið er að koma á nýju sorp­flokk­un­ar­kerfi í borg­inni. 

Í fyrri til­lög­unni er lagt til að „stór­auk­inn kraft­ur verði sett­ur í hirðu heim­il­iss­orps þar til tek­ist hef­ur að vinna upp hinar miklu taf­ir, sem orðið hafa við sorp­hirðu á und­an­förn­um mánuðum. Tíma­bundið verði leitað til verk­taka eða jafn­vel ná­granna­sveit­ar­fé­laga um aðstoð í þessu skyni á meðan til­tæk­ur tækja­búnaður og mannafli Reykja­vík­ur­borg­ar dug­ir ekki til eins og komið hef­ur fram“.

Í seinni til­lög­unni er lagt til að „strax verði bætt úr því ófremd­ar­ástandi, sem rík­ir varðandi gáma­los­un og um­hirðu á grennd­ar­stöðvum í Reykja­vík. Auk­inn kraft­ur verði sett­ur í los­un gáma og um­hirðu við þá.Leitað verði til verk­taka um tíma­bundna aðstoð í þessu skyni á meðan útboð á um­hirðu grennd­ar­stöðva stend­ur yfir. Þá verði sett­ar upp áber­andi merk­ing­ar við grennd­ar­stöðvar um að óheim­ilt sé með öllu að skilja óflokkað heim­il­iss­orp eft­ir við þær“.

Af­greiðslu frestað 

Kjart­an seg­ir að af­greiðslu til­lagn­anna hafi verið frestað til næsta fund­ar ráðsins. Hann lagði þó einnig fram eft­ir­far­andi fyr­ir­spurn­ir á fund­in­um:

„Óskað er eft­ir grein­ar­gerð um fyr­ir­komu­lag og fram­vindu sorp­hirðu í Reykja­vík frá því inn­leiðing nýs flokk­un­ar­kerf­is hófst í maí síðastliðnum. Þar verði eft­ir­far­andi spurn­ing­um meðal ann­ars svarað:

1. Hversu mikl­ar taf­ir hafa orðið á hirðu heim­il­iss­orps í Reykja­vík á ár­inu?

  • Óskað er eft­ir yf­ir­liti yfir tíðni sorp­los­un­ar eft­ir hverf­um borg­ar­inn­ar á tíma­bil­inu og frá­vik frá sorp­da­ga­tali.
  • Hversu marg­ir dag­ar hafi liðið á milli los­un­ar ein­stakra sorp­flokka?

2. Hvenær mega borg­ar­bú­ar bú­ast við því að sorp­hirða verði kom­in í viðun­andi horf í borg­inni?

  • Óskað er eft­ir yf­ir­liti eft­ir hverf­um.

3. Hversu mikl­ar taf­ir hafa orðið á los­un gáma á grennd­ar­stöðvum í borg­inni á ár­inu?

  • Óskað er eft­ir yf­ir­liti yfir tíðni gáma­los­un­ar eft­ir grennd­ar­stöðvum og hverf­um.

4. Hvenær má bú­ast við því að gáma­los­un og um­hirða á grennd­ar­stöðvum verði kom­in í viðun­andi horf?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert