Rétt væri að bíða með að taka ákvörðun um að setja sölubann á grágæs þar til verndaráætlun um stofn hennar liggur fyrir og markmið um stærð stofnsins eru skýr. Þetta er mat Arnórs Þórs Sigfússonar, dýraravistfræðings hjá Verkís.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur áform um að óheimilt verði að bjóða til sölu eða selja grágæs í ljósi þess að gæsunum hafi fækkað á undanförnum árum. Reglugerðarbreyting þess efnis hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og almennings og sitt sýnist hverjum.
Arnór segir að sölubannið sé skynsamlegt ef draga á úr veiði en að það sé ekki tímabært nú. Viðkoma grágæsa sveiflast eins og annað í lífríkinu og segir Arnór að nú sé til dæmis mikill þrýstingur á að skosk stjórnvöld heimili auknar veiðar á grágæs. Þar er staðbundinn stofn en íslensku gæsirnar hafa viðkomu þar líka. Þar hefur sölubanni verið aflétt. „Þessi stofn hefur getu til að vaxa hratt ef aðstæður eru góðar.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.