Næsta gos öflugra en þau síðustu

Hekla hefur þanist stöðugt út frá aldamótum, án þess þó …
Hekla hefur þanist stöðugt út frá aldamótum, án þess þó að gjósa. mbl.is/Árni Sæberg

Hekla, eitt þekktasta og virkasta eldfjall Íslands, heldur áfram að þenjast út. Þetta sýna nýjar mælingar sem kynntar voru á vikulegum fundi Jarðvísindastofnunar í gær.

Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur stýrði fundinum en hann segir við Morgunblaðið að þenslan gefi í skyn að næsta gos verði öflugra en síðustu gos.

Segir Halldór að Hekla hafi verið að þenjast út frá seinasta gosi árið 2000.

Nefnir hann að eldstöðin hafi á öldum áður gosið á 50-100 ára fresti en eftir að stórt gos varð í Heklu árið 1947 hafi hún farið í „óvenjulegan ham“ og gosið oftar. Bætir hann við að Heklugos hafi yfirleitt stuttan fyrirvara.

Tilbúin að gjósa frá árinu 2006

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2021, að þensl­an hefði verið orðin jafn mik­il um árið 2006 og hún var áður en síðast gaus. Síðan má segja að fjallið hafi verið til­búið í gos.

„Hekla er ekki vön að gefa merki um aðsteðjandi gos fyrr en mjög skömmu áður en það brýst út. Það ger­ir hana svo vara­sama,“ sagði Páll.

Nánar er fjallað um allar þær eldstöðvar landsins, sem bært hafa á sér að undanförnu, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert