Tekjuhæsti Íslendingurinn

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Ásdís

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno og fyrrverandi yfirmaður hjá bandaríska tæknirisanum Twitter, er tekjuhæsti Íslendingurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Haraldur Ingi var með um 46 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári.

Greint er frá þessu á vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022. Þær þurfi ekki að endurspegla föst laun viðkomandi.

Eftir að Haraldur hætti störfum hjá Twitter hefur hann meðal annars opnað veitingastað, gefið út eigin tónlist og staðið fyrir uppbyggingu betri innviða fyrir þá sem notast við hjólastól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert