Bændur biðja um rigningu

Bændur biðja nú fyrir rigningu eftir mikla þurrkatíð að undanförnu …
Bændur biðja nú fyrir rigningu eftir mikla þurrkatíð að undanförnu en þó ættu flestir að vera með ágætis magn af heyi eftir tvær lotur. mbl.is/Sigurður Bogi

Heyskapur hefur gengið vel í Eyjafirði og þokkalega á Suðurlandi en flestir eru að klára seinni slátt. Bændur biðja nú fyrir rigningu eftir mikla þurrkatíð að undanförnu en þó ættu flestir að vera með ágætis magn af heyi eftir tvær lotur.

Þórarinn Óli Rafnsson, bóndi á Staðarbakka í Miðfirði, segir að þar um slóðir sé staðan á heyskap nokkuð misjöfn. Mjög þurrt hafi verið að undanförnu og tún í sendnum jarðvegi séu því á stundum brunnin. Heyfengur af þeim spildum sé því lítill. Í héraði séu væntingar bænda nú að fá rigningu, svo spretta taki við sér. Slíkt geti þá gert gæfumuninn svo seinni sláttur verði drjúgur.

Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir þurrkatíð undanfarið hafi dregið smá úr sprettu fyrir þriðja slátt, sem sumir bændur fara út í, en að það sé með öllu óljóst hvort bændur þurfi á honum á að halda í ljósi þess hversu miklu heyi þeir náðu í fyrri sláttum.

Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir bændur vonast eftir rigningu vegna mikilla þurrka að undanförnu. Dæmi séu um að tún hafi brunnið af þessum völdum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert