Birgitta Líf þakkar skjót viðbrögð lögreglu

Birgitta Líf Björnsdóttir þakkar skjót viðbrögð lögreglu.
Birgitta Líf Björnsdóttir þakkar skjót viðbrögð lögreglu. Skjáskot/Instagram.

Birgitta Líf Björns­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og markaðsstjóri World Class, seg­ist vera þakk­lát því hversu fljót lög­regla var á vett­vang í kvöld. Birgitta birti færslu á In­sta­gram í kvöld þess efn­is en sam­kvæmt heim­ild­um var ráðist að Birgittu og kær­asta henn­ar Enok Jóns­syni við Dal­veg í Kópa­vogi í kvöld.

DV greindi fyrst frá en Vís­ir fjallaði fyrr í kvöld um slags­mál fyr­ir utan versl­un ÁTVR á Dal­vegi í kvöld. 

Tveir voru hand­tekn­ir að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu en slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu staðfesti í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld að sjúkra­bif­reið hafi verið send á vett­vang. 

Birgitta þakk­ar í kvöld fyr­ir þær kveðjur sem par­inu hef­ur borist og þakk­ar skjót viðbrögð lög­reglu. Þar seg­ir hún einnig að gerend­ur hafi verið færðir í fanga­klefa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert