Minniháttar bruni varð í Krambúðinni á Byggðavegi á Akureyri í morgun.
Þetta staðfestir Kristján Sigurðsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri.
Bruninn var minniháttar og átti upptök sín í kæli verslunarinnar. Búið er að ráða niðurlögum eldsins að mestu og enginn slasaðist, að sögn Kristjáns.