Fyrrverandi sveitarstjórar ofarlega á lista

Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings, Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri …
Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings, Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæ, eru allir meðal tekjuhæstu sveitarstjórnarmanna síðasta árs. Samsett mynd

Fyrrverandi bæjar- og sveitarstjórar raða sér ofarlega á lista yfir launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í fyrra, en fjórir slíkir eru á lista yfir tíu tekjuhæstu í þeim flokki.

Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, var launahæstur sveitarstjórnarmanna í fyrra með 3,8 milljónir í mánaðarlaun. Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ kom þar næstur með tæplega 3,1 milljón í mánaðarlaun og Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var með 3 milljónir í mánaðarlaun.

Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar, en hægt er nálg­ast Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar hér. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var hins vegar launahæstur af núverandi forsvarsmönnum sveitarfélaga, en mánaðarlaun hans námu 2,6 milljónum króna. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, var þar næst með 2,4 milljónir og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ var með 2,4 milljónir. Almar Guðmundsson, sem er núverandi bæjarstjóri í Garðabæ var með 2,4 milljónir í mánaðarlaun.

Listi yfir tíu tekjuhæstu samkvæmt úttekt Tekjublaðs Frjálsrar verslunar:

  1. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæ - 3,8 milljónir króna
  2. Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ - 3,1 milljón krónur
  3. Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ - 3,0 milljónir
  4. Halla Björk Reynisdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar - 2,9 milljónir króna
  5. Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings - 2,8 milljónir króna
  6. Ármann K. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogi - 2,6 milljónir króna
  7. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri - 2,6 milljónir króna
  8. Bryndís Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps - 2,6 milljónir króna
  9. Magnús Örn Guðmundsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness - 2,5 milljónir króna
  10. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri - 2,4 milljónir króna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert