Íkveikjan rannsökuð sem hefndaraðgerð

Sér­sveit­ar­menn brugðust við bruna í bíl lögreglumanns við Reka­granda í …
Sér­sveit­ar­menn brugðust við bruna í bíl lögreglumanns við Reka­granda í gærmorg­un. Ljósmynd/Colourbox

Héraðssaksóknari Reykjavíkur rannsakar hvort íkveikja í bíl lögreglumanns hafi verið framin í hefndarskyni.

Greint var frá því á mbl.is í gær að sér­sveit­ar­menn brugðust við bruna í bíl lögreglumanns við Reka­granda. Enginn var í bílnum og engan sakaði.

Var málið komið til frekari rannsóknar hjá héraðssaksóknara aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir brun­ann.

Rúv greindi fyrst frá en mbl.is hefur sömu heimildir undir höndum um að málið sé rannsakað í tengslum við störf lögreglumannsins.

Er íkveikjan rannsökuð sem brot gegn 106. grein hegningarlaga sem kveður á um brot gegn valdstjórninni. Þar segir að hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því skuli sæta fangelsi allt að 6 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert