Héraðssaksóknari Reykjavíkur rannsakar hvort íkveikja í bíl lögreglumanns hafi verið framin í hefndarskyni.
Greint var frá því á mbl.is í gær að sérsveitarmenn brugðust við bruna í bíl lögreglumanns við Rekagranda. Enginn var í bílnum og engan sakaði.
Var málið komið til frekari rannsóknar hjá héraðssaksóknara aðeins nokkrum klukkustundum eftir brunann.
Rúv greindi fyrst frá en mbl.is hefur sömu heimildir undir höndum um að málið sé rannsakað í tengslum við störf lögreglumannsins.
Er íkveikjan rannsökuð sem brot gegn 106. grein hegningarlaga sem kveður á um brot gegn valdstjórninni. Þar segir að hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því skuli sæta fangelsi allt að 6 árum.