Ríkið semur við Foreldrahús um auknar forvarnir

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss …
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við undirritunina. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafa undirritað samning við Foreldrahús um auknar forvarnir.

Stuðningurinn er ætlaður til að auka aðgengi foreldra og barna að þjónustu, ráðgjöf og stuðningi Foreldrahúss í tengslum við fíknivanda barna með sérstaka áherslu á viðbragð við vaxandi notkun ópíóíða. Samhliða á í forvarnarskyni að auka fræðslu fyrir foreldra barna á unglingastigi grunnskóla um áhættuhegðun barna.

Fyrir hönd Foreldrahúss undirritaði Berglind Gunnarsdóttir samninginn. Í tilkynningu segir að hann sé liður í aðgerðum heilbrigðisráðherra til að sporna við skaða af völdum ópíóíða og annarra vímuefna og mennta- og barnamálaráðherra um snemmtækan stuðning í þágu farsældar barna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert