Staðinn að búðarhnupli og dró upp hníf

Sjónarvottur sá lögreglubíla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra á ferð með miklum …
Sjónarvottur sá lögreglubíla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra á ferð með miklum fyrirgangi. Lögreglan vildi hvorki játa né neita að sérsveitin hafi tekið þátt í aðgerðinni. Samsett mynd

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til að Fiskislóð á Granda fyrir hádegi þegar maður dró upp hníf eftir að hafa verið staðinn að búðarhnupli.

Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur frá lögreglu var ekki um tilraun til ráns að ræða heldur fremur örvæntingu viðkomandi við að komast í burtu úr aðstæðunum.

Sjónarvottur kom auga á lögreglubíla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra í forgangsakstri fyrir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra tóku sérsveitarmenn þátt í útkallinu.

Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári mannsins og er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert