Miklar framkvæmdir standa yfir við Austurver við Háaleitisbraut í Reykjavík. Þeirra vegna eru bílastæðin við verslunarkjarnann mörg tímabundið ónothæf, þar á meðal bílastæði fatlaðra.
Til að komast inn í húsið meðan á framkvæmdum stendur þarf að ganga yfir mjóa viðarbrú en Læknavaktin er á annarri hæð hússins.
Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sér um rekstur Austurvers meðal annarra. Segir hann við Morgunblaðið að verið sé að taka gangstéttina í gegn þar sem hún hafi verið orðin ónýt. Jafnframt sé verið að koma hiturum fyrir undir stéttinni, laga rampinn upp á gangstéttina og breikka bílastæði fatlaðra.