Fimm hundruð bílar á dag

Umhverfisstofnun segir svæðið ekki í stakk búið til að taka …
Umhverfisstofnun segir svæðið ekki í stakk búið til að taka við svo miklum fjölda. mbl.is/Sigurður Bogi

Umhverfisstofnun segir að áætla megi að um 500 bílar á dag hafi verið í Landmannalaugum yfir hásumarið. Mælingar í júní sýndu að fjöldi bíla sem kom inn á svæðið var 350 á dag. Það var 40% aukning frá sama tíma árið 2022.

Segir Umhverfisstofnun á heimasíðu sinni að svæðið og innviðir þess sé ekki í stakk búið til þess að taka á móti slíkum fjölda. Mikið álag sé á jarðminjar á svæðinu, akstur utan vega sé mikið vandamál og kraðak á bílastæðinu skapi hættu. Aðgerðir til að mæta þörfum svæðisins séu því óumflýjanlegar. Mögulega sé komið að þeim tímapunkti að ekki sé hægt að hleypa ótakmörkuðum fjölda inn á svæðið.

Nauðsynleg uppbygging

Fyrirhuguð uppbygging, sem deiliskipulag Rangárþings ytra lýsir, hefur sætt gagnrýni að undanförnu. En Umhverfisstofnun segir að uppbygging innviða í Landmannalaugum sé nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að svæðið tapi verndargildi sínu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert