Lögregla rannsakar árásina á Dalvegi

Málið er í rannsókn og verða skýrslur teknar af þeim …
Málið er í rannsókn og verða skýrslur teknar af þeim sem voru handteknir í dag. Samsett mynd

Átök­in sem brut­ust út á Dal­vegi í gær eru til rann­sókn­ar hjá lög­reglu og í dag verða tekn­ar skýrsl­ur af þeim sem hand­tekn­ir voru. Þetta staðfest­ir Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is

Lög­regla var kölluð að versl­un í Kópa­vogi um kvöld­mat­ar­leytið í gær eft­ir að til­kynn­ing barst um átök þar sem vopn komu við sögu. Sjúkra­bif­reið var send á vett­vang og hand­tók lög­regla tvo sem hafa verið vistaðir í fanga­klefa. 

Ráðist var að Birgittu Líf Björns­dótt­ur áhrifa­valdi og kær­asta henn­ar Enok Jóns­syni, en Birgitta birti í gær færslu á In­sta­gram þar sem hún kvaðst vera þakk­lát fyr­ir skjót viðbrögð lög­reglu. Að sögn Birgittu eru þau Enok heil á húfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert