Stærsti skjálftinn frá goslokum

Skjálfti 2,9 að stærð varð rétt eftir klukkan tíu í …
Skjálfti 2,9 að stærð varð rétt eftir klukkan tíu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Keili á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Er þetta stærsti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu frá því goslokum við Litla-Hrút var lýst yfir 15. ágúst. 

Þetta staðfestir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Nokkrir minni skjálftar hafa orðið í kringum Keili í kvöld en Magnús segir skjálftann í kvöld vera eina skjálftann yfir tveimur sem mælst hafa á svæðinu síðan 16. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert