Eldur í iðnaðarhúsnæði við Hafnarfjarðarhöfn

Slökkviliðið var kallað að iðnaðar­hús­næði við við Hval­eyr­ar­braut 22 í Hafnar­f­irði fyr­ir skömmu, en þar log­ar eld­ur mik­inn svart­an reyk ligg­ur frá svæðinu.

mbl.is/​Kristján

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Neyðarlín­unni er slökkviliðið ný­lega komið á vett­vang og er að hefja störf. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um um­fang elds­voðans og get­ur slökkviliðið ekki gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

mbl.is/​Kristján

Að minnsta kosti fjór­ir sjúkra­bíl­ar eru á vett­vangi, ásamt slökkviliðsbíl­um. Sam­kvæmt frétt Rúv var fólk inni í hús­inu þegar eld­ur­inn kviknaði, en það hef­ur ekki feng­ist staðfest.

Margt fólk hef­ur drifið að, en fólk er hvatt til að halda sig fjarri og ekki nálg­ast svæðið þar sem viðbragðsaðilar eru að störf­um.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert