Eldur í iðnaðarhúsnæði við Hafnarfjarðarhöfn

Slökkviliðið var kallað að iðnaðarhúsnæði við við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði fyrir skömmu, en þar logar eldur mikinn svartan reyk liggur frá svæðinu.

mbl.is/Kristján

Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni er slökkviliðið nýlega komið á vettvang og er að hefja störf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um umfang eldsvoðans og getur slökkviliðið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is/Kristján

Að minnsta kosti fjórir sjúkrabílar eru á vettvangi, ásamt slökkviliðsbílum. Samkvæmt frétt Rúv var fólk inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði, en það hefur ekki fengist staðfest.

Margt fólk hefur drifið að, en fólk er hvatt til að halda sig fjarri og ekki nálgast svæðið þar sem viðbragðsaðilar eru að störfum.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert