Grunur um að fólk hafi verið í húsinu

Grunur leikur á að fólk hafi verið inni í iðnaðarhúsnæðinu sem nú brennur við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.

Unnið að því að lækka hitastigið í húsnæðinu svo hægt sé að fara inn í það, að sögn Guðjóns.

„Við erum að vinna í að slökkva þetta, að ráða niðurlögum. Þetta er mikill eldur, erfitt að komast að þessu og mikill hiti,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is.

Allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi.
Allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. mbl.is/Kristján Johannessen

Fólk haldi sig fjarri

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að störfum á vettvangi og þar eru jafnframt að minnsta kosti fjórir sjúkrabílar.

Fólk hefur drifið að vettvangi en lögregla hefur gefið út þau tilmæli að fólk haldi sig fjarri og nálgist ekki svæðið þar sem viðbragðsaðilar eru að störfum, til gefa vinnufrið og tryggja aðkomu viðbragðsaðila til og frá staðnum.

Mikinn svartan reyk leggur frá húsnæðinu og yfir íbúðablokkir í nágrenninu og er fólki sem býr nálægt ráðlagt að loka gluggum.

mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Óttar
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka