Myndskeið: Stórbruni í Hafnarfirði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:45
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:45
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Eld­ur log­ar nú í iðnaðar­hús­næði við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði. Elds­ins varð fyrst vart rétt fyr­ir klukk­an eitt eft­ir há­degi í dag og hef­ur því slökkvilið bar­ist við eld­inn í að verða þrjár klukku­stund­ir. 

Vitað er til þess að fólk hafi búið í hús­inu og að ein­hverj­um hafi verið bjargað þaðan út. Hins veg­ar hef­ur slökkvilið ekki getað gefið upp hversu marg­ir voru í hús­inu. 

Þá er ekki held­ur ljóst hvort ein­hverj­ir séu enn inni í hús­inu. 

Upp­tök elds­ins ókunn

Elds­upp­tök eru ókunn að svo stöddu en fjöldi slökkviliðsmanna berj­ast nú við eld­inn. Þykk­an svart­an reyk legg­ur yfir íbúðar­hús­næði í grennd­inni og hafa viðbragðsaðilar beint þeim til­mæl­um til íbúa að loka glugg­um og halda sig fjarri vett­vangi.

mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is/​Kristján Johann­essen
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka