Myndskeið: Stórbruni í Hafnarfirði

Eldur logar nú í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Eldsins varð fyrst vart rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi í dag og hefur því slökkvilið barist við eldinn í að verða þrjár klukkustundir. 

Vitað er til þess að fólk hafi búið í húsinu og að einhverjum hafi verið bjargað þaðan út. Hins vegar hefur slökkvilið ekki getað gefið upp hversu margir voru í húsinu. 

Þá er ekki heldur ljóst hvort einhverjir séu enn inni í húsinu. 

Upptök eldsins ókunn

Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu en fjöldi slökkviliðsmanna berjast nú við eldinn. Þykkan svartan reyk leggur yfir íbúðarhúsnæði í grenndinni og hafa viðbragðsaðilar beint þeim tilmælum til íbúa að loka gluggum og halda sig fjarri vettvangi.

mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert