Simon ætlaði að flytja út eftir viku

Simon sagðist vera í miklu áfalli er hann sat og …
Simon sagðist vera í miklu áfalli er hann sat og fylgdist með slökkviliðinu kljást við eldinn. mbl.is/Anton

Simon, íbúi við Hval­eyr­ar­braut 22 í Hafnar­f­irði, missti allt sitt í eld­in­um sem enn log­ar í hús­næðinu. Simon seg­ist í sam­tali við blaðamann hafa ætlað að flytja út úr hús­næðinu eft­ir viku. 

Blaðamaður ræddi við Simon á staðnum, en hann sat við gang­stétt­ina á bux­um, bol og inni­skóm. 

„Ég var sof­andi og fann lykt af reykn­um. Ég fór út og ég veit ekk­ert,“ seg­ir Simon. Hann seg­ir eld­inn ekki hafa verið í íbúð hans. 

Hann seg­ist ekki vita hversu marg­ir bjuggu í hús­næðinu. Hann hafi bara sofið þar og farið svo í vinn­una. Hval­eyr­ar­braut 22 er ekki skráð sem íbúðar­hús­næði held­ur iðnaðar­hús­næði. Í þjóðskrá er eng­inn ein­stak­ling­ur skráður þar til heim­il­is, aðeins tvö fyr­ir­tæki.

mbl.is/​Ant­on

„Ég bjargaði alla­vega sjálf­um mér út“

„Ég á ekk­ert núna. Eng­in skjöl eða neitt,“ seg­ir Simon sem ættaður er frá Póllandi. „Ég held að eld­ur­inn hafi byrjað í íbúðinni í miðjunni. Ég bjó í horn­í­búðinni, en ég sá reyk­inn koma frá miðju hús­næðinu,“ seg­ir Simon. 

„Allt sem ég átti er þarna inni,“ seg­ir Simon. Hann seg­ist ekki vita hversu marg­ar íbúðir væru í hús­næðinu. 

„Ég ætlaði að flytja eft­ir viku, næsta mánu­dag,“ seg­ir Simon. Hann seg­ist ekki al­veg vita hvað hann ætli að gera, hann hafi talað við Rauða kross­inn en sé samt engu nær.

Hann eigi þó góða yf­ir­menn sem ætli að skjóta skjóls­húsi yfir hann næstu tvær næt­ur. Hann vinn­ur á hót­eli.

„Ég bjargaði alla­vega sjálf­um mér út,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is/​Ant­on
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka